Fagradalsfjall - Hraun Lava
Upplifðu einstaka náttúru við Fagradalsfjall þar sem nýleg eldgos hafa skapað stórbrotið landslag. Svæðið er auðvelt að nálgast frá Grindavík og hægt er að ganga að gosstöðvunum frá bílastæðum eftir merktum gönguleiðum. Einnig er boðið upp á ferðir með sérútbúnum jeppum fyrir þá sem vilja komast nær án langrar göngu. Fagradalsfjall er lifandi sönnun þess að Ísland er í stöðugri mótun – og þessi náttúruperla er nánast í bakgarðinum okkar.